þriðjudagur, febrúar 07, 2006
Náttfatapartý málið?
Jæja, þar sem foreldrar mínir eru einhversstaðar úti í rassgati og ég með húsið væri kannski ráð að halda einhverskonar replica af síðustu helgi... bara í bænum, heima hjá mér. Singstar, grill og vitleysa? Ég skal lofa að fara ekki úr buxunum í þetta skiptið né slasa Gunna.
Svo setti ég link á þessa glæsilegu myndasíðu Írisar á tvo staði á blogginu og þakka henni fyrir að nenna að taka þessar myndir af okkur apaköttunum.
Gummi skrifaði klukkan 18:23
|