þriðjudagur, janúar 31, 2006
Veðmál
Jæja, nú er afmælið hennar Renötu á næsta leyti sem verður haldið einhversstaðar úti í rassgati eða réttara sagt á Snæfellsnesinu. Við verðum nokkur á bíl og vil ég biðja fólk um að fara að para sig saman í bíla.
Nú, svo eru það veðmál. Skv. svörunum sem bárust hérna vilja flestir veðja á að Siggi Kári drepist fyrst en ég ætla að vera villtur og veðja bjór á Ingunni.
Svo verður auðvitað Singstar, grill, sund, víðavangshlaup, skoðunarferðir og allur andskotinn. Við getum líklegast ekki farið á skíð vegna mikilla rigninga á svæðinu undanfarið. Eitrað partý.
Gummi skrifaði klukkan 21:47
|