miðvikudagur, janúar 18, 2006
Árshátíð, "heimtilRenötu"ferð o.fl.
Jæja, "heimtilRenötu"ferðin verður væntanlega farin 4-5. feb og er margt að plana fyrir það. Gaman gaman. Forgangsatriði í þeim efnum eru bílar, þ.e.a.s. hverjir geta verið á bíl. Sjálfur fæ ég væntanlega jeppa og ef það bregst þá fæ ég fólksbíl sem rúmar einum færra. Renata tjáði mér að annaðhvort hún eða Ingunn yrðu á bíl, þó ekki báðar. Nú er bara að finna bíla f. afganginn.
Endilega látið vita í kommentum, hringið í mig eða talið við mig í skólanum til þess að við getum fengið þetta á hreint.
Það er margar tillögur um hvað sé hægt að gera þarna á Snæfellsnesinu en þó ber einna hæst sú tillaga að fara á skíði! Vissulega er hættulegt að fara á skíði á Snæfellsjökli án merktra svæða, skíðalyftu eða leiðbeininga þannig að ef skíðalyfturnar verða niðri, þá reynum við að fá leigðan snjótroðara sem ekki einungis gerir skíðaleiðina betri, heldur leiðbeinir okkur frá öllum hættum sem kunna að leynast á jöklinum. Eftir skíðin fáum við okkur kvöldmat, heitt kakó (bailey's?) og drífum okkur svo í sund! Við reynum að fá sundlaugina leigða og auðvitað verðum við með nokkra öllara við hönd! Eftir þetta, sem ég held að verði um svona 11 leytið, vonast ég til þess að við verðum komin í hús og farin að drekka eeenn meira. Þá verður Singstar rifið upp og Hrund fer að rústa öllum í því og svo giska ég á að um svona 2 leytið deyi sá fyrsti (giska á Sigga eða Gunna og Ingunni til vara).
Svo er það matur f. árshátíðina. Mikið mál. Ég fann nokkra veitingastaði sem gefa afslætti með þessu Einkaklúbbskorti og hér er listi yfir þá (Skráið ykkur f. einkaklúbbskorti hér:
Café Victor - Matseðill.
Ég hef sjálfur borðað á Victor og var bara helvíti sáttur með það. Sérstaklega hentugur staður ef ég held fyrirpartýið f. Árshátíðina. Þetta tilboð gildir sem 2 f. 1 ef viðkomandi er með einkaklúbbskort.
Tapas-bar - Matseðill.
Katrín Dögg mælir sterklega með þessu, kveðst hafa fengið góðan mat þarna og góða þjónustu. Tapas barinn er á Vesturgötu, ekki langt frá Victor og því einnig ákjósanlegur verði f.partýið heima hjá mér.
Tjarnarbakkinn - Matseðill
Dýr staður, en viðurstyggilega flottur. Ég er ekki viss um hvernig einkaklúbbskortið virkar á þeim stað en ég er alveg til í að borga slatta fyrir að borða þarna. Mjöööög ákjósanlegur ef f.partý verður haldið heima hjá mér.
Jæja, ég nenni ekki að skrifa meira, ef þið eruð með fleiri hugmyndir er ykkur frjáls að gjamma þær yfir bekkinn eða jafnvel kommenta bara á bloggið. Skemmtið ykkur vel og lærið stærðfræði.
PS. Ég efast um að fólk nenni að koma í annað fyrirpartý til mín þannig að ég legg til að við níðumst á Helgu núna. Staðan er 4-3 fyrir mér í bekkjarpartýhaldi.
Gummi skrifaði klukkan 22:49
|