fimmtudagur, janúar 12, 2006
Dimmitering
Jæja, þá er það nokkurnveginn ákveðið að við verðum í Grease-þema þegar við dimmiterum. Ég fletti upp nokkrum búningum og fann eftirfarandi:

Þetta er semsagt heill búningur
og:

...og þetta er bara jakkinn. Örugglega aðeins flottari jakki en sá sem kemur í settinu.
Staki jakkinn kostar 40 dollara sem eru 2400 krónur. Með virðisaukaskatti eru það 3000 krónur en svo verður að reikna sendingarkostnað inn líka. Samalagt kostar jakkinn e-ð um 4000 kr. Ég hvet stelpur til þess að fjárfesta sem fyrst meðan dollarinn er eins ódýr og hann er núna.
Persónlega lýst mér best á að stelpurnar kaupi bara staka jakkann vegna þess að við viljum ekki að þær séu allar nákvæmlega eins. Svo geta þær ákveðið afganginn sjálfar.
Hvað varðar okkur strákana, þá held ég að við ættum bara að tussast út í Spútnik og fjárfesta í einum leðurjakka þar frá þessu tímabili. Það verður ekkert mál.
Gummi skrifaði klukkan 01:10
|