föstudagur, nóvember 04, 2005
Sveitarlíf...sældarlíf?
Er fyrir austan (á Hvolsvelli, póstnr. 860) og er að bíða eftir að e-ð áhugavert byrji í þessu blessaða sjónvarpi...ekki mikla líkur á því þar sem stöð 1 hefur sett sér það markmið að sýna einungis gamlar, leiknar Disney myndir sem eru gerðar fyrir 1950 og fjalla allar um einhvern krakka sem á enga vini en finnur svo dýr og þeir verða bestu vinir og bla, bla, bla. Stöð 2 er með fullt af þáttum sem ég er ekkert inn í og nenni ekki að komast inn í, þ.a. ég sé fram á frekar leiðinlegan Flöskudag (vá hvað ég er mikil bjartsýnismanneskja!)
Anyways er úti í sveit því ég er að fara í tvítugs afmæli á morgun og þar sem stærðfræðiprófinu var frestað (Life is GOOD) og íslenskufyrirlesturinn er ekki fyrr en á þriðjudaginn tek ég stefnuna á djamm followed by a good old fashion þynka...gaman að þessu.
Anyways nr. 2. Þegar ég startaði tölvunni blasti við mér fullt af klámdóti á desktoppinu...eina sem mér datt í hug: "pabbi þó!!"En svo fékk ég þá útskýringu að einhvers konar klámvírus hafði tekið sér bólfestu í tölvunni. Ég verð að viðurkenna að mér var létt! Sit s.s. að skrifa og þá poppa upp með reglulegu millibili fólk í ýmsum áhugaverðum stellingum sem gott er að læra af...ef maður er námsfús það er.
Well nenni ekki að skrifa meir, reynið nú að blogga aðeins gott fólk. Eigum við ekki að heita partybekkurinn!? (ekki að það tengist bloggi en samt)
Aðvörun: ég mæli með því að fólk passi upp á stólana sína hér eftir...það er víst stólaperrvert með okkur í bekk.
Íris kveður að sinni.
Íris Cochran Lárusdóttir skrifaði klukkan 19:22
|