fimmtudagur, nóvember 10, 2005
Nokkrar tilkynningar
Jólaballið: Jæja, Nú nálgast jólaballið óðfluga svo að það eru nokkrir hlutir sem ég vil hamra á.
Verð:
Skólafélagsmeðlimir borga 1500 kjell
Nemendur í kvennó, VÍ og MH borga 1700 kjell
Aðrir borga 2000 kjell
Nú, svo er það Brokeyjarsalurinn sem ég er búinn að panta fyrir fyrirpartýuð þann 19. des. Einhver hvíslaði því að mér að hann væri á 30 þús þannig að ég persónulega myndi vilja halda þá fyrirpartýið með e-m öðrum bekk.
Svo er það 3. bekkurinn sem ég er búinn að panta. Ég er búinn að panta 3. C af einföldum prinsippástæðum en það getur verið að það breytist eitthvað (læt könnun ganga á morgun, föstudaginn).
Skíðaferðin: Ég kom með þá uppástungu að bekkurinn færi eftir áramót vegna mikilla anna. Fólk verður vinnandi og báðar helgarnar sem voru í boði eru bæði yfir aðfangadag og gamlárskvöld. Annars sýndist mér fólk bara taka ágætlega í þá hugmynd.
Fauna: Jæja, við þurfum að fara að huga að Faununni okkar þannig að ég hvet alla til þess að rifja upp alla gullmola vina ykkar frá byrjun skólagöngunnar. Einnig hvet ég fólk til þess að koma með hugmyndir til mín um teiknara og ef mögulegt er, koma um leið með e-ð af hans verkum. Ég vil sjá hverja einustu síðu bekkjarins okkar stútfulla af gullmolum. Hverja einustu.
Samræmd stúdentspróf: Uppi eru hugmyndir um að allir taki sig saman og mæti í nákvæmlega eins fötum. Hvítum bol og bláum buxum, strákar greiddir til hægri og stelpur með hárið í tagl. Þessi hugmynd verður kynnt betur síðar.
--------
Jæja, þá er það upptalið. Ef þið hafið eitthvað út á þetta að setja endilega setjið inn komment hérna, bjallið í mig eða rekist á mig í skólanum.
Gummi skrifaði klukkan 20:06
|