föstudagur, nóvember 04, 2005
Ferðapælingar
Jæja, mikil ferðalagsplön hafa verið á kreiki í bekknum þessa vikuna og ber þar hæst umræðan sem átti sér stað í dag um að fara öll saman á skíði/bretti/fyllerí. Talað var um að leigja bústað á Akureyri og var sú hugmynd kæfð í fæðingu með snilldarhugmynd frá Renötu. Renata kvaðst geta fengið hús fyrir okkur á Snæfellsnesi og er ekki langt þaðan í skíðalyftu. Flestir sem ég spurði voru sammála um að gista tvær nætur. Nú, þá er bara að ákveða hvenær við eigum að fara.
Við viljum öll fara eftir próf er það ekki? Nú veit ég ekki hvenær jólaballið verður en lítill Siggi hvíslaði að mér að það yrði þann 15. desember. Ég held að það þýði þá lítið að fara þann 16. af stað þar sem allir verða all-svakalega eftirflöskaðir.
Þá stendur helgin 30-1 til boða en ég leyfi mér að efast um að fólk vilji það.
Ef fólk er með tillögur endilega skilja þær eftir í commentum eða á tjattinu sem þið finnið í stikunni hér til hliðar. Við gætum farið eftir áramót, á virkum dögum eða ég veit ekki hvað.
Nú, einnig vil ég benda á þetta myndband hér. Veitið unga manninum rétt hægra megin við miðjuna, í brúnni skyrtu, athygli. Þetta er æðislegt. Töfrastundir.
Gummi skrifaði klukkan 19:04
|