mánudagur, maí 01, 2006
Jæja, þá er það ákveðið
Tjaldferðin verður farin þann 24. maí og væntanlega í Þrastarlundi. Djöfulsins skemmtun!
Gummi skrifaði klukkan 22:04
|
fimmtudagur, apríl 20, 2006
Bekkjarferð eftir prófin?
Jæja krakkar, nú er komin upp sú tillaga að fara saman í tjaldferð eftir prófin. Ekki er búið að ákveða neitt í þessum efnum, hvorki stund né stað, en ykkur er velkomið að koma með uppástungur í kommentakerfinu.
Það sem mér datt í hug um staði voru Þingvöllur, Hvolsvöllur og Selfoss og að við myndum fara helgina eftir að við klárum (26.-28.) vegna þess að Eurovision verður laugardaginn 20.
Jæja, þeir sem eru til í að fara skulu einfaldlega segja það í kommentakerfinu.
Gummi skrifaði klukkan 19:31
|
þriðjudagur, apríl 18, 2006
Tilkynning
Ég og Jósep erum búnir að lesa allt efnið í sögu. Við erum farnir út að leika okkur í sólinni. Kannski að við rifjum svo eitthvað upp í kvöld.
Gangi ykkur hinum vel að lesa í allan dag.
Gummi skrifaði klukkan 16:09
|
miðvikudagur, mars 29, 2006
Tilkynningakerfi komið á netið
Jæja, þá er tilkynningakerfi MR komið á netið. Það er að finna hér.
Núna þurfið þið ekki að hringja niður í skóla til þess að athuga með veikindi, bara kíkja á þetta.
Ég set þetta í tenglasafnið.
Ps. Nýjar slúðuruppfærslur =D
Gummi skrifaði klukkan 16:16
|
miðvikudagur, mars 08, 2006
Fiðluball!
Jæja, fiðluball á morgun! Fólk er að velta fyrir sér hvort að við ættum að hittast einhversstaðar áður en við skellum okkur á ballið og kemur þá Renata helst til greina.
Nú þaðan förum við á Fiðluballið, edrú að sjálfsögðu, og dönsum til þess að gleyma til svona 11. Svo förum við á Ari í Ögri og djömmum af okkur rassgatið.
Fokk þetta verður gaman =)
Gummi skrifaði klukkan 15:34
|
sunnudagur, febrúar 19, 2006
You've done it again...
Erótísk stund? Ekki spurning.
Gummi skrifaði klukkan 14:52
|
þriðjudagur, febrúar 07, 2006
Náttfatapartý málið?
Jæja, þar sem foreldrar mínir eru einhversstaðar úti í rassgati og ég með húsið væri kannski ráð að halda einhverskonar replica af síðustu helgi... bara í bænum, heima hjá mér. Singstar, grill og vitleysa? Ég skal lofa að fara ekki úr buxunum í þetta skiptið né slasa Gunna.
Svo setti ég link á þessa glæsilegu myndasíðu Írisar á tvo staði á blogginu og þakka henni fyrir að nenna að taka þessar myndir af okkur apaköttunum.
Gummi skrifaði klukkan 18:23
|
Myndir!
Myndirnar frá ferðinni eru komnar inn. Gummi P geturðu sett síðuna sem link inn á þessu síðu!?
Takk fyrir brjálæðislega góða ferð, hef bara sjaldan skemmt mér eins vel og það er ekki spurning að við endurtökum leikinn :)
P.S. Við meðlimir Spooner klúbbsins verðum svo að fara að hittast og spoon í náinni framtíð ;)
Íris Cochran Lárusdóttir skrifaði klukkan 00:01
|